Við erum að breyta því hvernig tryggingar virka. Við viljum að lengd þín í viðskiptum við okkur endurspeglist í kjörunum þínum. Þannig lætur þú tímann vinna með þér.
Við viljum að kjörin sem þér bjóðast séu sanngjörn og gagnsæ. Með viðskiptalengd, fjölda trygginga, að frádregnum fjölda tjóna síðastliðinn fimm ár safnar þú stigum sem ákvarðar kjörin þín.
Okkur er umhugað um öryggi þitt. Í appinu veitum við aðstoð við að gera hið daglega líf öruggara. Bæði með fræðslu og áminningum sem og með afsláttum á öryggisvörum sem passa. Við erum einnig með gjafir til viðskiptavina sem þú getur óskað eftir.
Við mælum með að sækja VÍS appið, það kostar ekkert að skoða og sjá hvað við höfum upp á að bjóða.